Hátt í 30 manns biðu á bráðamóttökunni

Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi.
Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á bilinu 20 til 30 manns lágu á bráðamóttöku Landspítalans og biðu eftir innlögn á aðrar deildir um jólin. Sinna þurfti nýjum sjúklingum á göngum bráðamóttökunnar. Aldrei hafa fleiri þurft að verja jólunum þar.

Þetta sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í kvöldfréttum RÚV.

Komur á bráðadeildina sjálfa voru aftur á móti undir meðallagi.

Um eitt hundrað manns bíða á spítalanum eftir því að komast inn á hjúkrunarheimili og komast sjúklingar af bráðamóttökunni ekki í þau pláss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka