Mjólkurverð hækkað

Verð á mjólkurlítranum hækkar nú um áramótin í 135 kr. …
Verð á mjólkurlítranum hækkar nú um áramótin í 135 kr. úr 132 kr. mbl.is/Styrmir Kári

Verð á mjólk­ur­lítr­an­um hækk­ar nú um ára­mót­in um þrjár krón­ur, í 135 kr. úr 132 kr. Þetta ger­ist sam­kvæmt ákvörðun verðlags­nefnd­ar búvara um að hækk­un lág­marks­verðs mjólk­ur til bænda og heild­sölu­verðs á mjólk og mjólkuraf­urðum.

Lág­marks­verð mjólk­ur til bænda frá fram­leiðanda hækk­ar um 2,5%, úr 90,48 kr. í 92,74 kr. Hækk­un á verði til neyt­enda er sama hlut­fallstala.

„Síðasta verðhækk­un var 1. sept­em­ber 2018 og verðbólga síðan þá er 4%. Á þess­um tæp­lega eina og hálfa ári sem síðan er liðið hafa gjaldaliðir í rekstri kúa­bænda hækkað um 5,9% og vinnslu- og dreif­ing­ar­kostnaður um 5,2%. Hækk­un­in er því inn­an við helm­ing­ur þess sem þarf, svo fylgt sé verðlagsþróun,“ seg­ir Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

„Þessi hækk­un er skref í rétta átt, en við vænt­um að í framtíðinni verði fyrr brugðist við með verðbreyt­ing­um þegar for­send­ur eru fyr­ir þeim,“ seg­ir Arn­ar Árna­son á Hrana­stöðum í Eyjaf­irði, formaður Lands­sam­bands kúa­bænda.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert