„Ólíðandi með öllu“

Óveðrið olli miklu tjóni fyrr í mánuðinum.
Óveðrið olli miklu tjóni fyrr í mánuðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram­sýn stétt­ar­fé­lag lýs­ir yfir megnri óánægju með aðgerðarleysi hins op­in­bera í raf­orku­mál­um og seg­ir það ólíðandi að fólk þurfi að búa við fjar­skipta- og raf­magns­leysi sól­ar­hring­um sam­an árið 2019.

Þetta kem­ur fram í álykt­un fé­lags­ins.

„Ljóst er að tjónið vegna raf­magns­leys­is­ins er veru­legt og hleyp­ur á millj­örðum króna. Án efa hefði verið hægt að draga veru­lega úr tjóni af völd­um óveðurs­ins hefði eðli­legri innviðaupp­bygg­ingu verið sinnt í gegn­um tíðina í stað þess að láta það sitja á hak­an­um,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Þar krefst Fram­sýn þess að ráðist verði í lag­fær­ing­ar á dreifi­kerf­inu þegar í stað svo aðstæður sem þess­ar end­ur­taki sig ekki.

Álykt­un­in í heild sinni:

„Fram­sýn stétt­ar­fé­lag lýs­ir yfir megnri óánægju með aðgerðarleysi hins op­in­bera í raf­orku­mál­um. Í nýliðnu óveðri kom aug­ljós­lega í ljós að nú­ver­andi dreifi­kerfi raf­orku á Norður­landi er ekki á vet­ur setj­andi. Sú staðreynd hef­ur reynd­ar lengi legið fyr­ir enda skort veru­lega á að eðli­legu viðhaldi á dreifi­kerf­inu væri sinnt.

Það er ólíðandi með öllu að fólk þurfi að búa við fjar­skipta- og raf­magns­leysi sól­ar­hring­um sam­an árið 2019, svo ekki sé talað um at­vinnu­lífið sem treysta þarf á ör­ugga raf­orku.

Ljóst er að tjónið vegna raf­magns­leys­is­ins er veru­legt og hleyp­ur á millj­örðum króna. Án efa hefði verið hægt að draga veru­lega úr tjóni af völd­um óveðurs­ins hefði eðli­legri innviðaupp­bygg­ingu verið sinnt í gegn­um tíðina í stað þess að láta það sitja á hak­an­um. Vissu­lega er það at­hygl­is­vert að raf­magns­staur­ar hafi brotnað eins og tann­stöngl­ar í óveðrinu, það hlýt­ur að segja tölu­vert um ástand þeirra.

Stjórn­völd verða að bregðast við þess­um al­var­lega vanda í sam­ráði við raf­orku­fyr­ir­tæk­in og íbúa þeirra sveit­ar­fé­laga sem búa við þess­ar óboðlegu aðstæður.

Fram­sýn krefst þess að ráðist verði í lag­fær­ing­ar á dreifi­kerf­inu þegar í stað svo aðstæður sem þess­ar end­ur­taki sig ekki. Nú þegar ákveðin efna­hags­lægð er í þjóðfé­lag­inu er fátt betra en að ráðast í upp­bygg­ingu á raf­orku­kerf­inu á lands­byggðinni, það er fjár­fest­ing sem skil­ar sér beint aft­ur til þjóðarbús­ins.

Þá er ekki annað hægt en að þakka þeim fjöl­mörgu starfs­mönn­um raf­orku­fyr­ir­tækja og verk­taka sem komu að því að koma raf­magn­inu í lag, fyr­ir þeirra ómet­an­legu störf, oft við mjög hættu­leg­ar aðstæður. Það sama á við um þá björg­un­ar­sveit­ar­menn sem stóðu vakt­ina í óveðrinu. Þeim verður seint þakkað að fullu fyr­ir þeirra frá­bæra starf í þágu sam­fé­lags­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert