Styrkja þarf rétt og öryggi fjöldans

Rafmagnsmöstur í snjónum.
Rafmagnsmöstur í snjónum. mbl.is/Sigurður Bogi

Hagsmunir fjöldans verða að ráða þegar komið er upp mannvirkjum sem tryggja eiga öryggi og lífsgæði í byggðum landsins. Ekki gengur upp að réttur landeigenda sé svo sterkur að þeir hafi algert neitunarvald um framkvæmdir í sínu eignarlandi skipti þær miklu fyrir almenning.

Því þarf að endurskoða þá löggjöf sem gildir um helstu innviði samfélagsins og greina stöðuna með tilliti til þjóðaröryggis.

Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem hefur óskað eftir skýrslu stjórnvalda um stöðu þessara mála. Tilefnið er þær raskanir sem urðu til dæmis í raforkumálum í óveðrinu nú í desember, þar sem rafmagnslaust var um lengri tíma á ýmsum stöðum á Norðurlandi. Slík var raunin á Dalvík og þar í kring eftir að íshlaðnar rafmagnlínur brustu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Njáll Trausti segir nauðsynlegt að styrkja allt flutningskerfi raforku á norðanverðu landinu, það er frá Blönduvirkjun að Fljótsdalsstöð. Í ofsaveðrinu á dögunum hafi staðið tæpt að rafmagn færi af Akureyri, sem á tímabili fékkst aðeins í með Kröflulínu 1. Nauðsynlegt sé því að styrkja raforkuflutninga frá Blöndustöð til Akureyrar með línu í gegnum Skagafjörð en í héraði hefur verið mikil andstaða við þau áform. Orkuskortur sé nú vandamál í Eyjafirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert