Styrkja þarf rétt og öryggi fjöldans

Rafmagnsmöstur í snjónum.
Rafmagnsmöstur í snjónum. mbl.is/Sigurður Bogi

Hags­mun­ir fjöld­ans verða að ráða þegar komið er upp mann­virkj­um sem tryggja eiga ör­yggi og lífs­gæði í byggðum lands­ins. Ekki geng­ur upp að rétt­ur land­eig­enda sé svo sterk­ur að þeir hafi al­gert neit­un­ar­vald um fram­kvæmd­ir í sínu eign­ar­landi skipti þær miklu fyr­ir al­menn­ing.

Því þarf að end­ur­skoða þá lög­gjöf sem gild­ir um helstu innviði sam­fé­lags­ins og greina stöðuna með til­liti til þjóðarör­ygg­is.

Þetta seg­ir Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks í Norðaust­ur­kjör­dæmi, sem hef­ur óskað eft­ir skýrslu stjórn­valda um stöðu þess­ara mála. Til­efnið er þær rask­an­ir sem urðu til dæm­is í raf­orku­mál­um í óveðrinu nú í des­em­ber, þar sem raf­magns­laust var um lengri tíma á ýms­um stöðum á Norður­landi. Slík var raun­in á Dal­vík og þar í kring eft­ir að ís­hlaðnar raf­magn­lín­ur brustu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Njáll Trausti seg­ir nauðsyn­legt að styrkja allt flutn­ings­kerfi raf­orku á norðan­verðu land­inu, það er frá Blöndu­virkj­un að Fljóts­dals­stöð. Í ofsa­veðrinu á dög­un­um hafi staðið tæpt að raf­magn færi af Ak­ur­eyri, sem á tíma­bili fékkst aðeins í með Kröflu­línu 1. Nauðsyn­legt sé því að styrkja raf­orku­flutn­inga frá Blöndu­stöð til Ak­ur­eyr­ar með línu í gegn­um Skaga­fjörð en í héraði hef­ur verið mik­il andstaða við þau áform. Orku­skort­ur sé nú vanda­mál í Eyjaf­irði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert