Úrgangur 12% minni

Sorpa býst við 231 þúsund tonnum af úrgangi í ár.
Sorpa býst við 231 þúsund tonnum af úrgangi í ár. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Útlit er fyrir að um 231 þúsund tonn af úrgangi muni hafa borist Sorpu bs. í lok árs samkvæmt bráðabirgðaáætlun Sorpu.

Er það 12% minna en í fyrra þegar sorpfyrirtækinu barst 263 þúsund tonn af úrgangi. Er þetta í fyrsta sinn sem magn úrgangs sem berst til Sorpu hefur dregist saman síðan 2013.

Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, staðfestir þetta í samtali í Morgunblaðinnu í dag, en hann segir að samdráttinn megi rekja að mestu til versnandi efnahagsástands í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka