Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkarhlíðar er að …
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, en í ár. Dæmi eru um að konur leiti til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið byrlað ólyfjan af maka sínum eða þvingaðar til kynferðisathafna. 

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar, segir að karlmönnum sem hafi leitað til Bjarkarhlíðar í ár hafi fjölgað um helming, en rætt var við Rögnu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Í ár leituðu 557 manns í fyrsta sinn til Bjarkarhlíðar, þar af 98 karlmenn, samanborið við 479 manns á síðasta ári. 

Til stendur að koma til móts við karlmenn sem leita til Bjarkarhlíðar með aukinni ráðgjöf og hópastarfi, en samkvæmt Rögnu koma flestir karlmennt vegna heimilisofbeldis sem birtist í fjárhagslegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. 

Klámvæðing og virðingarleysi hefur áhrif

Alls leituðu 457 konur til Bjarkarhlíðar í fyrsta sinn í ár, langflestar vegna heimilisofbeldis sem Ragnar segir að verði sífellt grófara. Telur Ragna að klámvæðing og virðingarleysi gagnvart konum hafi áhrif á alvarleika brotanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert