Bið eftir meðferð við heilablóðfalli mun styttri

Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi.
Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Með átaki á Landspítalanum hefur tekist að stytta til muna bið eftir meðferð við heilablóðfalli.

Fyrir um ári síðan þurfti fólk að bíða í allt að 80 mínútur frá komu á bráðamóttöku þangað til meðferð hófst. Núna er biðin tæpur hálftími.

Þetta sagði Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir á Landspítalanum, í kvöldfréttum RÚV. Með breytingunum hefur tekist að bjarga mannslífum og draga úr alvarlegum afleiðingum heilablóðfalls eins og lömun.

Hátt í 400 Íslendingar fá heilablóðfall á hverju ári og skiptir miklu máli að veita meðferð sem fyrst við því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka