Mikilvægt að fylgja reglum um flugelda og brennur

Mikilvægt er að gæta ítrustu varkárni við brennur og við …
Mikilvægt er að gæta ítrustu varkárni við brennur og við noktun flugelda. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nú þegar áramótin eru að ganga í garð rifjar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upp nokkur mikilvæg atriði um boð og bönn varðandi flugelda og brennur. Tímabilið sem almenn notkun flugelda er leyfð er frá 28. desember til 6. janúar og einungis milli klukkan 10:00 til 22:00 að undanskilinni nýársnótt.

Það er að sjálfsögðu óheimilt að breyta flugeldum á nokkurn hátt þannig að hann hljóti aðra eiginleika en framleiðandi hans ætlaðist til. Meðferð og notkun flugelda við brennur og í næsta nágrenni er stranglega bönnuð og þar er einungis leyfilegt að nota stjörnuljós eða blys, þó ekki skotblys.

Þá skal stærð og umfang á bálkesti vera takmörkuð við brennutíma þannig að logi standi ekki lengur en skemmtan við brennu eða um 4 klst. Það skal sjá til þess að ekki logi lengur í brennu en 14 klst.

Litlar brennur mega ekki vera nær íbúabyggð en 100 metra og stórar brennur þurfa að vera í að minnsta kosti 300 metra fjarlægð. Engin brenna má vera nær matvælaframleiðslu eða öðrum viðkvæmum rekstri en 400 metra.

Þá hvetur lögreglan alla til að nota hlífðargleraugu þegar flugeldar, bálkestir og brennur eru annars vegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert