Booking.com mun fara að kröfum ESB

Booking.com mun breyta viðskiptaháttum sínum ekki seinna en í júní …
Booking.com mun breyta viðskiptaháttum sínum ekki seinna en í júní 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur gert samkomulag við Booking.com sem felur í sér að Booking.com muni fara að kröfum framkvæmdarstjórnarinnar og neytendayfirvalda í Evrópu um að bæta upplýsingar í tengslum við kynningar á tilboðum, afsláttum og verði. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Neytendastofu. Samkvæmt tilkynningu frá framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins mun Booking.com gera breytingar á viðskiptaháttum sínum, ekki seinna en 16. júní 2020.

Á meðal þeirra breytinga sem stjórnendur vefsíðunnar hafa samþykkt að gera er að kynna á greinargóðan hátt fyrir neytendum að fullyrðingar eins og „aðeins eitt herbergi laust“ eigi einungis við bókunarsíðuna sjálfa, að hætta að kynna tímabundin tilboð ef sama verð gildir eftir að tilboði lýkur og að sýna á greinargóðan hátt endanlegt verð sem neytandinn þarf að greiða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert