Eldur við leikskóla í Breiðholti

Kveikt var í rusli við leikskóla í Breiðholti. Myndin er …
Kveikt var í rusli við leikskóla í Breiðholti. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kveikt var í ruslatunnum og ruslatunnugeymslum við leikskóla í Fellahverfi í Breiðholti fyrr í kvöld. Skemmdir urðu á klæðningu leikskólans og þá barst reykur inn í hann en engar eldskemmdir urðu inni í húsnæðinu.

Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Slökkviliðið vinnur nú að því að reykræsta húsnæðið. Einn dælubíll var sendur á vettvang og er þar enn.

Kveikt í ruslagámi við Breiðagerðisskóla

Skömmu síðar barst slökkviliðinu tilkynning um að eldur logaði í ruslagámi nálægt Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Dælubíll var sendur á vettvang en engin hætta stafar af staðsetningu gámsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert