Hefja rannsókn á viðbrögðum vegna óveðursins

Rafmagn fór víða af í óveðrinu eftir að rafmagnstaurar brotnuðu …
Rafmagn fór víða af í óveðrinu eftir að rafmagnstaurar brotnuðu og rafmagnslínur slitnuðu. mbl.is/Þorgeir

Rann­sókn­ar­nefnd al­manna­varna ætl­ar að koma sam­an fyr­ir ára­mót og hefja mjög um­fangs­mikla rann­sókn á viðbrögðum og viðbragðsáætl­un­um í óveðrinu sem fór yfir landið í þess­um mánuði. Formaður nefnd­ar­inn­ar seg­ir ómögu­legt að segja hversu lang­an tíma rann­sókn­in muni taka.

„Fyrstu skref í rann­sókn eins og þess­ari er alltaf að kalla eft­ir gögn­um og þá mynd­um við vilja fá, eins og kem­ur fram í lög­um og drög­um að reglu­gerð, viðbragðsáætlan­ir og aðgerðap­lögg, þ.e. hvernig unnið var eft­ir þeim,“ seg­ir Her­dís Sig­ur­jóns­dótt­ir, formaður rann­sókn­ar­nefnd­ar al­manna­varna, í sam­tali við mbl.is.

Rann­sókn­ar­nefnd­in hafði aldrei verið virkjuð áður en Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra gerði það fyrr í þess­um mánuði. Þrátt fyr­ir það hef­ur Alþingi kosið í hana með reglu­bundn­um hætti frá ár­inu 2008.

Fara yfir viðbragðáætlan­ir og hvernig viðbragðsaðilar unnu eft­ir þeim

Rann­sókn nefnd­ar­inn­ar á að leiða það í ljós hvernig viðbragðsáætlan­ir hafi verið og hvernig viðbragðsaðilar hafi unnið eft­ir þeim í óveðrinu og í kjöl­far þess, út­skýr­ir Her­dís.

„Hver gerði hvað og viðbrögð, og svo líka að fara yfir ferla, þ.e. hvernig viðbragðsaðilar unnu, hvað þeir gerðu og hvað þeir gerðu ekki. Þetta er ekki nefnd sem dæm­ir neinn og það er ekki hægt að nota okk­ar niður­stöður eða annað í að dæma aðila. Það er mjög skýrt í lög­um,“ bæt­ir hún við.

Blindbylur var á Akureyri á meðan óveðrið stóð yfir.
Blind­byl­ur var á Ak­ur­eyri á meðan óveðrið stóð yfir. mbl.is/Þ​or­geir

Rann­sókn gæti tekið lang­an tíma

Spurð hversu lang­an tíma svona um­fangs­mik­il rann­sókn gæti tekið seg­ir Her­dís ómögu­legt að segja til um það enda sé þetta fyrsta rann­sókn­in af þessu tagi.

„Það er ómögu­legt að segja. Sér­stak­lega núna vegna þess að þetta er sér­lega um­fangs­mikið og svo er þetta fyrsta rann­sókn­in og við verðum nátt­úru­lega í mót­un verk­ferla sam­hliða rann­sókn, því stjórn­sýsl­an þarf að vera í lagi.“

Nefnd­in mun starfa eft­ir lög­um sem og drög­um að reglu­gerð sem dóms­málaráðherra hef­ur kynnt í sam­ráðsgátt stjórn­valda á net­inu.

„Við byrj­um að kalla eft­ir gögn­um enda kem­ur það ljóst fram í lög­um líka að okk­ur ber að gera það. Ef þau [reglu­gerðardrög­in] breyt­ast eitt­hvað þá höf­um við al­veg svig­rúm til að breyta til enda er þetta bara upp­hafið að fyrstu rann­sókn,“ út­skýr­ir Her­dís.

Herdís Sigurjónsdóttir, formaður rannsóknarnefndar almannavarna.
Her­dís Sig­ur­jóns­dótt­ir, formaður rann­sókn­ar­nefnd­ar al­manna­varna. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert