Aflýsa óvissustigi almannavarna

Veðrið olli umtalsverðu tjóni á línukerfum RARIK og Landsnets og …
Veðrið olli umtalsverðu tjóni á línukerfum RARIK og Landsnets og hafði víðtækar rafmagnstruflanir í för með sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna fyrir Norðurland vestra og Norðurland eystra. Ákvörðunin er tekin í samráði við lögreglustjóra viðkomandi embætta.

Fram kemur í tilkynningu að óvissustigi almannavarna hafi verið lýst yfir þann 9. desember vegna slæmrar veðurspár. Það var hækkað upp í hættustig 10. desember en lækkað aftur í óvissustig 16. desember. Óvissustigi almannavarna var haldið á meðan enn var unnið að viðgerðum á mikilvægum innviðum.

Afleiðingar óveðursins urðu miklar fyrir marga mikilvæga innviði eins og samgöngur, fjarskipti og rafmagn, sérstaklega á Norðurlandi. Veðrið olli umtalsverðu tjóni á línukerfum RARIK og Landsnets og hafði víðtækar rafmagnstruflanir í för með sér.

Dreifikerfi rafmagns á Norðurlandi er nokkuð laskað eftir áraunir síðustu vikna og viðbúið er að kerfið þoli minna en ella á næstunni. Framundan er mikil vinna við að klára endanlegar viðgerðir og ýmiss konar úrvinnsla. Á sumum stöðum verður ekki hægt að fara í fullnaðarviðgerðir fyrr en í sumar, að því er almannavarnir segja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka