Verði aðeins í ýtrustu neyð

Deilt er um rétt landeigenda til að stöðva lagningu raflína.
Deilt er um rétt landeigenda til að stöðva lagningu raflína. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

„Eignarréttarhagsmunir á jörðum eru mjög mikilvægir og varðir í stjórnarskrá og það á ekki að beita eignarnámi vegna almannahagsmuna nema í ýtrustu neyð,“ sagði Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.

Þetta sagði Sigurður þegar leitað var álits hans á ummælum Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, í Morgunblaðinu fyrir helgi um að ekki gengi að réttur landeigenda væri svo sterkur að þeir hefðu algert neitunarvald um framkvæmdir á sínu eignarlandi ef þær skiptu miklu máli fyrir almenning. Þingmaðurinn var þar að vísa til umræðna í kjölfar óveðursins á dögunum um andstöðu ákveðinna landeigenda við raflínur.

Sigurður segir að það kunni þó að vera nauðsynlegt í einstaka tilfellum að beita eignarnámi og þá þurfi að leggja áherslu á að línur eða jarðstrengir séu lögð með þeim aðferðum sem landeigendur telja að valdi sér minnstu tjóni. Einnig mætti þá líta til lands í eigu hins opinbera. Hann segir að það sé ekki til nein einföld lausn á þessu máli en Bændasamtökin séu ekki mótfallin hugmynd þingmannsins um að endurskoða löggjöf sem gildir um helstu innviði samfélagsins og greina stöðuna með tilliti til þjóðaröryggis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert