Strætó tekur upp ígildi Ostrukorts

mbl.is/​Hari

Stjórn Strætó bs. hefur samþykkt að fara í nafnasamkeppni um nýtt greiðslukerfi. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnarinnar frá því fyrir jól, en þar kemur einnig fram að fyrirmyndin sé þekkt kort eða kerfi utan úr heimi, svo sem Oyster-kortið í Lundúnum, Rejsekort í Kaupmannahöfn og Octopus-kortið í Hong Kong.

Spurður um málið segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó: „Við höfum verið að undirbúa í þó nokkuð langan tíma að taka upp greiðslukerfi þar sem hægt er að bera kort upp að skynjurum og jafnvel greiða fyrir farið fyrir fram o.s.frv. Svo verður jafnvel hægt að nota símann þegar fram líða stundir.“

Útskýrir hann að munurinn á slíku kerfi og þeim kortum sem nú eru til sölu, svo sem skólakortum, sé að staðfesting á greiðslunni sé rafræn í stað þess að vagnstjóri þurfi að skoða kortið, að  því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert