Veðrið á áramótum alltaf skárra en búist er við

Ylfa Garpsdóttir stóð vaktina hjá flugeldasölu björgunarsveitanna þegar ljósmyndara bar …
Ylfa Garpsdóttir stóð vaktina hjá flugeldasölu björgunarsveitanna þegar ljósmyndara bar að garði. mbl.is/Árni Sæberg

Skrautlegir flugeldar, háværar kökur og umhverfisvæn rótarskot verða til sölu víða um land til klukkan 16.00 í dag en flugeldavertíðin nær yfirleitt hámarki seinnipartinn 30. desember og fyrri part gamlársdags.

Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti þetta í Morgunblaðinu í dag, en hann segir sölu hafa gengið vel frá fyrsta degi flugeldasölu, 28. desember, og telur sölumenn bjartsýna á framhaldið.

„Þetta er aðeins meira en í fyrra. Ég held að það snúist dálítið um að veðurspáin er að skána. Fólk er orðið bjartsýnna,“ segir Jón Ingi og bætir við: Þetta gerist nú alltaf. Veðrið verður alltaf skárra um áramótin en búist er við.“

Segir hann sölu svokallaðra rótarskota, þ.e. umhverfisvænnar leiðar sem gefur af sér tré sem plantað er í nafni kaupandans með stuðningi skógræktarfélaga, hafa gengið vel. Er þetta í annað sinn sem Landsbjörg býður upp á rótarskot við góðar undirtektir, en rótarskotin sem eru seld að þessu sinni munu leiða til trjáa sem verða gróðursett á að minnsta kosti 18 stöðum á landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka