Fjórtán fengu fálkaorðuna

Handhafar fálkaorðunnar 2019
Handhafar fálkaorðunnar 2019 mbl.is/Árni Sæberg

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.

Þeir eru:
1. Árni Oddur Þórðarson forstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslensks atvinnulífs og útflutnings á sviði hátækni og nýsköpunar
2. Daníel Bjarnason tónskáld og hljómsveitarstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar
3. Gestur Pálsson barnalæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðis barna
4. Guðni Kjartansson fyrrverandi íþróttakennari og þjálfari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íþrótta og skóla
5. Guðrún Hildur Bjarnadóttir ljósmóðir, Þórshöfn, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð
6. Guðríður Helgadóttir forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeilda Landbúnaðarháskóla Íslands, Kópavogi, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar
7. Jóhanna Gunnlaugsdóttir prófessor við Háskóla Íslands, Garðabæ, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á sviði upplýsingafræði og skjalastjórnunar
8. Margrét Bjarnadóttir fyrrverandi formaður fimleikafélagsins Gerplu og Fimleikasambands Íslands, Kópavogi, riddarakross fyrir störf á vettvangi íþrótta og æskulýðsmála
9. Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leikritunar og bókmennta
10. Ólöf Hallgrímsdóttir bóndi, Mývatnssveit, riddarakross fyrir framlag til ferðaþjónustu og atvinnulífs í heimabyggð
11. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til velferðar dýra, og störf á vettvangi dýralækninga og sjúkdómavarna
12. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Reykjavík, riddarakross fyrir atbeina undir merkjum samtakanna Indefence og framlag til íslensks atvinnulífs
13. Sigurður Reynir Gíslason rannsóknaprófessor, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til íslenskra jarðvísinda og kolefnisbindingar
14. Valgerður Stefánsdóttir fyrrverandi forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks táknmáls og jafnréttisbaráttu döff fólks

mbl.is/Kristinn Magnússon
Handhafar fálkaorðunnar árið 2019 á Bessastöðum.
Handhafar fálkaorðunnar árið 2019 á Bessastöðum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka