Liðsmenn Björgunarfélags Hornafjarðar björguðu hundi af flæðiskeri í Óslandi núna rétt fyrir hádegið, að því er lögreglan á Suðurlandi greinir frá.
„Dýrið sem var kalt og hrætt, en er komið í hlýjuna á lögreglustöðinni á Höfn, þarf sárlega að finna eiganda sinn,“ segir í færslu sem lögreglan birti á Facebook.
Björgunarsveitin greinir svo frá í færslu á Facebook, sem má sjá hér neðar, að hundurinn sé kominn heim.