Plast áberandi með jólapappír

Mikið var um að plastbönd og plastpokar fylgdu jólapappír í …
Mikið var um að plastbönd og plastpokar fylgdu jólapappír í pappírsgáma um jólin og þarf því að urða hluta þess sem átti að endurvinna. mbl.is/Árni Sæberg

Töluvert var um að illa flokkuðu rusli væri skilað til endurvinnslustöðva SORPU yfir hátíðirnar, en plast sem barst í pappírsgáma með jólapappír var sérstaklega áberandi vandamál.

Mun þetta valda því að hluti þess farms sem átti að vera endurunninn verður þess í stað sendur til urðunar. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva SORPU, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið.

Vill hann hvetja fólk til að flokka umbúðir af jólagjöfum betur og gæta að plastböndum og öðru sem geti flækst með jólapappír.

„Það er mjög óheppilegt þegar plastinu er blandað svona saman við. Við viljum sjá sterkari merki um að fólk flokki þetta betur. Ef það finnur ekki út úr þessu á að setja þetta í blandað rusl en ekki sem flokkað efni. Óflokkaður og illa flokkaður úrgangur skemmir fyrir flokkaða efninu,“ segir Guðmundur í umfjöllun um þetta mál í Morgunbaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert