Fæstir leita til bráðamóttöku að óþörfu

„Það koma dagar og klukkutímar sem eru mjög erfiðir og …
„Það koma dagar og klukkutímar sem eru mjög erfiðir og veturnir eru það almennt vegna mikillar aðsóknar á bráðamóttöku. Skortur á starfsfólki og útskriftarvandi spila sérstaklega þar inn í,“ segir Jón Hilmar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flest­ir þeirra sem leita til bráðamót­töku Land­spít­al­ans eiga þangað er­indi og koma ekki á bráðamót­töku að óþörfu. Þetta seg­ir Jón Hilm­ar Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu­sviðs Land­spít­al­ans, sem leys­ir for­stjóra spít­al­ans af til 6. janú­ar. 

Ný­lega voru kynnt­ar breyt­ing­ar á komu­gjöld­um sjúk­linga sem leita til heilsu­gæslu og sagði for­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar við það til­efni að breyt­ing­in væri mik­il­vægt skref í að fá fólk til að líta á heilsu­gæsl­una sem fyrsta viðkomu­stað í stað bráðamót­töku. 

„Það eru fáir sem leita á bráðamót­tök­una en eiga ekki er­indi þangað. Þú get­ur ekki fækkað þeim sem leita á bráðamót­töku veru­lega með þessu þó að þetta geti al­veg hjálpað,“ seg­ir Jón Hilm­ar. 

Lækna­blaðið birti viðtal í dag við yf­ir­lækni hjá Land­spít­al­an­um sem tel­ur að stór­slys sé í aðsigi á bráðamót­töku vegna inniliggj­andi sjúk­linga sem hef­ur fjölgað þre­falt á síðustu tveim­ur árum.

Vandi heil­brigðis­kerf­is­ins end­ur­spegl­ast í vanda bráðamót­töku

Jón er ekki sam­mála því að ein­hvers kon­ar neyðarástand sé á bráðamót­töku. Þó sé staðan þar ekki alltaf til fyr­ir­mynd­ar og þar sé mikið álag. Það sé göm­ul saga og ný að staðan sé erfið á bráðamót­töku og sömu­leiðis er ástandið ekki sér­ís­lenskt, að sögn Jóns. 

„Það koma dag­ar og klukku­tím­ar sem eru mjög erfiðir og vet­urn­ir eru það al­mennt vegna mik­ill­ar aðsókn­ar á bráðamót­töku. Skort­ur á starfs­fólki og út­skrift­ar­vandi spila sér­stak­lega þar inn í.“

Jón seg­ir að þó að lækk­un á komu­gjaldi á heilsu­gæslu muni ekki leysa vanda bráðamót­tök­unn­ar á einu bretti þá skipti sam­vinna inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins miklu máli. 

„Sam­vinna heilsu­gæsl­unn­ar og spít­al­ans hef­ur auk­ist á síðustu árum og heilsu­gæsl­an hef­ur verið að efl­ast. Við vær­um í enn verri mál­um ef svo væri ekki.“

Jón tek­ur fram að heil­brigðis­kerfið sé keðja og ef vandi sé á ein­um stað í keðjunni þá teng­ist það vanda ann­ars staðar. 

„Vandi legu­deild­anna og vandi heil­brigðis­kerf­is­ins end­ur­spegl­ast í vanda bráðamót­tök­unn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert