Leonard lokað nú í janúar í Kringlunni

Hin verslun Sævars Jónssonar, Galleria á Hafnartorgi, verður áfram opin.
Hin verslun Sævars Jónssonar, Galleria á Hafnartorgi, verður áfram opin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úra- og skartgripaversluninni Leonard í Kringlunni verður lokað 12. janúar, eftir 30 ára rekstur á sama stað.

Sævar Jónsson, stofnandi og eigandi verslunarinnar, sem hefur alla tíð lagt áherslu á vandaðar lúxusvörur frá vörumerkjum eins og Gucci, Calvin Klein og Breitling, segir að nú sé komið að kaflaskilum. Verslunin færi sig alfarið yfir á netið.

Spurður um helstu ástæður segir Sævar að forsendur í rekstrinum séu nú orðnar aðrar en þær voru. „Maður sér það á ferðalögum erlendis og almennt í uppgjörum síðustu ára að margt hefur breyst. Fólk er farið að kaupa þessar vörur mikið á netinu beint frá útlöndum.“ Þá segir Sævar í samtali í Morgunblaðinu í dag, að framleiðendur séu í auknum mæli farnir að opna sínar eigin verslanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert