Mestu afföll á hrossum í áratugi

Afar óvenjulegt er að saman fari svo hart norðanáhlaup með …
Afar óvenjulegt er að saman fari svo hart norðanáhlaup með mikilli úrkomu og hitastigi við frostmark. Veðurskilyrðin leiddu til þess að slydda lagðist á hrossin og fraus þar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú ligg­ur fyr­ir að ríf­lega 100 hross fór­ust í ham­fara­veðrinu sem gekk yfir Norður­land vestra dag­ana 10. - 12. des­em­ber. Þetta eru mestu af­föll á hross­um í ára­tugi og svar­ar til um 0,5% þeirra 20.000 hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landsvæði.

Þetta kem­ur fram á vef Mat­væla­stofn­un­ar. 

Fram kem­ur, að hross hafi far­ist á 46 bæj­um, þar af 29 í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu (61 hross), 9 í Vest­ur-Húna­vatns­sýslu (20 hross) og á 8 bæj­um í Skagaf­irði (22 hross). Oft­ast var um að ræða eitt til fjög­ur hross á hverj­um bæ, sem ger­ir að meðaltali 2 hross á bæ.

„Dreif­ing­in end­ur­spegl­ar að af­föll­in verða ekki rak­in til óviðun­andi aðbúnaðar eða und­ir­bún­ings á ein­staka bæj­um en ljóst má vera að veðrið kom mis­hart niður á svæðum inn­an lands­hlut­ans. Hross á öll­um aldri fór­ust í óverðinu; 29 fol­öld, 34 trippi og 30 hryss­ur, en einnig dráp­ust 15 hest­ar, flest­ir full­orðnir. Hryss­urn­ar voru sömu­leiðis í flest­um til­fell­um í eldri kant­in­um og því má segja að elstu og yngstu ald­urs­hóp­arn­ir hafi orðið verst úti í óveðrinu,“ seg­ir MAST.

Þá seg­ir, að al­geng­ast hafi verið að hross hefði hrakið und­an veðri í skurði, girðing­ar eða aðrar hætt­ur en einnig fennti hross sem stóðu í skjóli, þ.m.t. hross sem rek­in höfðu verið sér­stak­lega í skjól og gefið þar. Dæmi hafi verið um tveggja metra snjó­dýpt niður á hræ­in, en gríðarleg­ir skafl­ar mynduðust hvar sem skjól var að finna. Al­mennt séð var harðara á hross­um á jörðum nærri strönd­inni á meðan hross sem stóðu hærra í land­inu sluppu mun bet­ur, lík­lega vegna þess að þar var kald­ara og ekki hlóðst á þau ís með sama hætti.

„Afar óvenju­legt er að sam­an fari svo hart norðaná­hlaup með mik­illi úr­komu og hita­stigi við frost­mark. Veður­skil­yrðin leiddu til þess að slydda lagðist á hross­in og fraus þar. Hross­in urðu klömbruð og þung sem gerði þeim erfiðara fyr­ir að standa af sér þá langvar­andi stór­hríð sem á eft­ir fylgdi þar sem veðurhæðin náði styrk felli­byls á köfl­um. Skjól kom ekki að gagni þar sem aðstæður voru verst­ar og átti það jafnt við um mann­gerða skjól­veggi og nátt­úru­legt skjól. Hross voru alla jafna í góðu standi fyr­ir áhlaupið enda hafði haustið verið hag­fellt hross­um á útigangi,“ seg­ir MAST.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert