Setti hraðamet í flugi norður á nýársdag

Q400. Vélar þessarar gerðar hafa verið í flota Air Iceland …
Q400. Vélar þessarar gerðar hafa verið í flota Air Iceland Connect í bráðum fjögur ár og reynslan þykir góð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nýtt hraðamet á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar var slegið á nýársdag þegar Bombardier Q400-vél frá Air Iceland Connect var aðeins 26 mínútur á leiðinni.

Algengt er að á vélum af umræddri gerð sé leið þessi farin á 32-35 mínútum og stundum skemmri tíma. Hagstæðar vindáttir réðu því hins vegar hve greitt nýársflugið gekk.

„Þetta var afar skemmtileg ferð,“ segir Jóhann Skírnisson flugstjóri í Morgunblaðinnu í dag. Flugvélin TF FXI fór í loftið frá Reykjavík eftir hádegi á nýársdag. Flugtakið var til suðurs og fljótlega eftir að komið var á loft var beygt mjúklega til vinstri yfir Kópavog. Flogið var austur yfir Mosfellsheiði, Skorradal og þvert yfir Langjökul, þaðan svo yfir Blöndulón, sunnan Skagafjarðardala og svo niður botn Eyjafjarðardals í beinni línu inn á flugbrautina á Akureyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert