Ferðaskrifstofan Heimsferðir hefur samið við ítalska flugfélagið Neos um að sinna flugi til allra áfangastaða fyrirtækisins í sumar.
Mun Neos því sinna um 80% af ferðum Heimsferða. Nær samningurinn til 34 þúsund flugsæta eða 68 þúsund flugleggja, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Í sumar munu Heimsferðir bjóða upp á vikulegar ferðir til Veróna á Ítalíu, auk ferða til Krítar, Króatíu, og þriggja áfangastaða á Spáni. Í tengslum við samstarfið við Neos hafa Heimsferðir selt 2.000 flugsæti til ítalskra ferðaskrifstofa og er sú ráðstöfun talin auka líkurnar á frekari straumi ferðamanna frá Ítalíu hingað til lands.