„Pláss fyrir okkur öll á toppnum“

Margrét er helst heilluð af hugmyndinni um að „skapa raunverulegan …
Margrét er helst heilluð af hugmyndinni um að „skapa raunverulegan skóla atvinnulífsins. Háskóla sem er í beinum tengslum við fyrirtækin í landinu, skóla þar sem fólk getur sótt hagnýta grunnmenntun og hagnýtt meistaranám.“ mbl.is/Styrmir Kári

Mar­grét Jóns­dótt­ir Njarðvík, verðandi rektor Háskólans á Bifröst, gengur inn í starfið með háleit markmið og kollinn fullan af hugmyndum. Hún segir Háskólann á Bifröst eiga fullt erindi inn í íslenskt háskólasamfélag sem skóla atvinnulífsins. Margrét sér ekki fyrir sér að Bifröst muni sameinast öðrum háskólum á næstu árum, til þess sé sérstaða skólans of mikilvæg. 

„Ég hefði aldrei tekið þetta að mér til þess að ráðast í sameiningu. Þá hefði bara átt að ráða verkfræðing. Ég er með allt of margar skemmtilegar hugmyndir til þess að hægt sé að hugsa um samruna. Ég hugsa um sérstöðu,“ segir Margrét sem telur „menntun svarið við framtíðinni“.

Hún hafði hvatt 500 konur til að sækja um starfið áður en hún sló til sjálf. „Þetta er sveitin mín og skóli sem mig hefur lengi klæjað í puttana yfir að fá að koma að. Tækifærið kom til mín og ég ákvað að skella mér í þetta.“

„Vitaskuld mun ég líka efla þorpið á Bifröst, tengslin þar. …
„Vitaskuld mun ég líka efla þorpið á Bifröst, tengslin þar. Þarna eru gífurlega verðmætar fasteignir sem mætti nýta betur og dásamlegt að vera,“ segir Margrét. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Margrét á að baki víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og háskólakerfinu. Hún hefur kennt bæði við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Þá er hún stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Mundo sem sér­hæf­ir sig m.a. í þjálf­un­ar­ferðum ís­lenskra kenn­ara er­lend­is, skipti­námi og sum­ar­búðum ung­menna er­lend­is og ann­ast ráðgjöf í alþjóðamál­um. Nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn til Mundo í stað Margrétar. 

Margrét er helst heilluð af hugmyndinni um að „skapa raunverulegan skóla atvinnulífsins. Háskóla sem er í beinum tengslum við fyrirtækin í landinu, skóla þar sem fólk getur sótt hagnýta grunnmenntun og hagnýtt meistaranám.“

„Hvar eru þessir strákar?“

Margrét tekur fram að háskólar á Íslandi þurfi ekki allir að vera rannsóknarháskólar. „Það er hægt að fá frábæra menntun án þess að fá hana frá rannsóknarháskóla.“

Háskólinn á Bifröst stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum og það gerir íslenskt menntakerfi einnig, að mati Margrétar. 

„Bifröst þarf að skerpa á sínu vörumerki. Það er gert með því að tengja skólann ákaft við atvinnulífið og marka skólanum sérstöðu þannig að þangað sæki þeir sem eru með eigin fyrirtæki og vilja fá stuðninginn og fyrirtæki sækja þangað til þess að fá góða menntun.“

Margrét telur einnig að mikil þörf sé á hagnýtu námi í ferðaþjónustu. „Það er alveg ótrúlegt að við lifum af ferðamennsku á Íslandi en erum ekki með hagnýtt nám á því sviði á háskólastigi. Það að veita þjónustu skiptir gríðarlegu máli og Íslendingar hafa ekki verið nægilega sterkir á því sviði til þessa. Bifröst gæti til dæmis tekið við nemendum úr MK sem er með mjög gott hótel- og veitinganám. Í ferðamálum mun ég láta til mín taka og sömuleiðis hvað varðar valdeflingu. Hvernig stendur til dæmis  á því að 70% þeirra sem útskrifast úr háskóla eru konur? Hvar eru þessir strákar? Ég ætla að ná í þá.“

Margrét tekur fram að háskólar á Íslandi þurfi ekki allir …
Margrét tekur fram að háskólar á Íslandi þurfi ekki allir að vera rannsóknarháskólar. „Það er hægt að fá frábæra menntun án þess að fá hana frá rannsóknarháskóla.“ mbl.is/Styrmir Kári

Engar líkur á sameiningu

Sífellt fleiri kjósa að stunda fjarnám á Bifröst en staðnám. Spurð hvort hún sjái fyrir sér að styðja enn frekar við fjarnámið eða leggja heldur áherslu á háskólasamfélagið sem myndast í staðnámi á Bifröst segir Margrét:

„Ég mun gera hvort tveggja vegna þess að Bifröst er besti háskólinn í fjarnámi, hann hefur náð lengst þar. Það er frábært vegna þess að margir myndu ekki mennta sig ef þeir hefðu ekki fjarnámið svo ekki sé minnst á þörfina á fjarnámi fyrir landsbyggðina. Vitaskuld mun ég líka efla þorpið á Bifröst, tengslin þar. Þarna eru gífurlega verðmætar fasteignir sem mætti nýta betur og dásamlegt að vera svo ég mun leggja áherslu á hvort tveggja.“

Við og við hefur komið upp umræða um að vænlegt væri að sameina Bifröst og aðra háskóla. Í því samhengi hafa Háskólinn í Reykjavík og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri til að mynda verið nefndir. Margrét sér ekki fyrir sér neins konar samruna.

„Ég eyddi sumarfríinu mínu árið 2010 í mögulegan samruna HR og Bifrastar þegar ég vann í HR. Ég hugsaði allan tímann: Látið mig bara hafa þennan skóla, ég skal gera hann flottan. Ef Bifröst væri á leið í samruna þá ætti ekki að ráða mig því ég ætla að gera þennan skóla svo flottan að það verður slegist um að vinna þar og slegist um að stunda nám þar. Þegar skortur er á fjármagni þá er mjög auðvelt að tala Bifröst niður og segja að það sé bara pláss fyrir stóru rannsóknarháskólana. Með því að hugsa út frá skorti tapa allir en það er nefnilega pláss fyrir okkur öll á toppnum.“

„Þegar þú lítur á tölur sem ég heyrð fleygt um …
„Þegar þú lítur á tölur sem ég heyrð fleygt um daginn þá fóru einungis 12% þeirra sem urðu stúdentar í vor í háskóla. Áður en framhaldsskólanámið var stytt þá var hlutfallið 50%. Þetta eru rosalega merkilegar tölur, það vantar styttri og hagnýtari námsleiðir.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bregðast við minni áhuga á háskólanámi

Margrét segir að sérstaða Háskólans á Bifröst sé sérstaklega mikilvæg vegna þess að færri ungmenni virðast áhugasöm um háskólanám.

„Þegar þú lítur á tölur sem ég heyrði fleygt um daginn þá fóru einungis 12% þeirra sem urðu stúdentar í vor í háskóla. Áður en framhaldsskólanámið var stytt þá var hlutfallið 50%. Þetta eru rosalega merkilegar tölur, það vantar styttri og hagnýtari námsleiðir.“

Margrét tekur formlega við starfi rektors í ágúst en fram að því mun hún starfa við hlið fráfarandi rektors, Vilhjálms Egilssonar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka