Tilraunum til netsvika fjölgaði um 76% 2019

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Tilraunir til margvíslegra fjársvika á netinu sem beindust gegn viðskiptavinum Landsbankans voru 76% fleiri í fyrra en árið 2018, að sögn Hermanns Þórs Snorrasonar, sérfræðings á fyrirtækjasviði Landsbankans. Hann sagði að netsvik af ýmsu tagi færðust stöðugt í vöxt.

Netsvik eru flokkuð niður og á fyrrnefnd aukning við átta stærstu flokkana. Landsbankinn styðst við sömu flokkun og notuð er í nágrannalöndunum. Reglulegir fundir
eru haldnir með samstarfsbönkum í öðrum löndum. Fjárfestasvik eru umfangsmesti flokkurinn og fjölgaði slíkum tilvikum þar sem verið var að blekkja viðskiptavini Landsbankans í fyrra um 152% frá árinu 2018.

„Ljóst er að íslenska lögreglan þarf að búa yfir nægilegum styrk og tæknilegri getu til að rannsaka netog tölvuglæpi. Geta hennar til þess er í dag lítil,“ segir í nýrri stefnumiðaðri greiningarskýrslu embættis ríkislögreglustjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka