Tvöfaldur fögnuður hjá Sigurði Þráni

Sigurður Þráinn Geirsson fagnar meistaratitli Georgetown.
Sigurður Þráinn Geirsson fagnar meistaratitli Georgetown. Ljósmynd/John Picker, Georgetown Voice

Georgetown og Virginia léku til úrslita í efstu deild bandarísku háskólakeppninnar í fótbolta (NCAA) skömmu fyrir jól og sigraði Georgetown eftir vítaspyrnukeppni. Sigurður Þráinn Geirsson mastersnemi var leikmaður Georgetown á tímabilinu og fagnaði því fyrsta meistaratitli skólans á þessu sviði.

„Þetta var magnaður endir á fótboltaferli mínum í Bandaríkjunum og langt umfram væntingar,“ segir hann.

Úrslitaleikurinn var í beinni útsendingu hjá ESPNU. Hann fór fram í Cary í Norður-Karólínuríki og Georgetown kom, sá og sigraði, en lið skólans hafði einu sinni áður leikið til úrslita. „Þetta er draumur svo margra,“ segir Sigurður um titilinn.

Hann segir að þjálfari liðsins hafi sett sér þetta markmið og unnið að því í áratug. Allir sem hlut eigi að máli hafi lagt mikið á sig og fórnað miklu til að ná þessum árangri. Álagið sé svipað og hjá bestu liðum Íslands og ánægjulegt sé að það skili titli.

Sjá samtal við Sigurð Þráinn í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert