Yfir 100 hross fórust í óveðrinu á 46 bæjum

Hamfaraveður Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu bændur við að grafa hross úr fönn. …
Hamfaraveður Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu bændur við að grafa hross úr fönn. Nú liggur fyrir að yfir 100 hross drápust í hamfaraveðrinu. Ljósmynd/Landsbjörg

Ríflega 100 hross fórust í hamfaraveðrinu sem gekk yfir Norðurland vestra í desember sl. Í yfirliti frá Matvælastofnun, MAST, kemur fram að þetta séu mestu afföll á hrossum í áratugi og svari til um 0,5% þeirra 20 þúsund hrossa sem talið er að hafi verið á útigangi á þessu landsvæði.

Hross fórust á 46 bæjum, þar af 61 á 29 bæjum í Austur-Húnavatnssýslu, 20 hross á 9 bæjum í Vestur-Húnavatnssýslu og 22 hross á 8 bæjum í Skagafirði. Oftast var um að ræða eitt til fjögur hross á hverjum bæ, sem gerir að meðaltali tvö hross á bæ.

Matvælastofnun segir dreifinguna endurspegla að afföllin verði ekki rakin til óviðunandi aðbúnaðar eða undirbúnings á einstaka bæjum en ljóst megi vera að veðrið kom mishart niður á svæðum innan landshlutans.

Samkvæmt upplýsingum frá MAST voru hrossin á öllum aldri; 29 folöld, 34 trippi og 30 hryssur, en einnig drápust 15 hestar, flestir fullorðnir. Hryssurnar voru sömuleiðis í flestum tilfellum í eldri kantinum og því má segja að elstu og yngstu aldurshóparnir hafi orðið verst úti í óveðrinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert