Andlitið datt af starfsfólkinu

Karolina Gruszka í hlutverki sínu í Gullregni.
Karolina Gruszka í hlutverki sínu í Gullregni. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

„Þegar hún kom hingað í fyrsta skipti til æf­inga og und­ir­bún­ings fór­um við nokkr­um sinn­um sam­an á kaffi­hús í miðborg­inni og það brást ekki að and­litið datt af starfs­fólk­inu. Það trúði ekki að Karol­ina Gruszka væri stödd á Íslandi.“

Þetta seg­ir Ragn­ar Braga­son kvik­mynda­leik­stjóri en pólska leik­kon­an Karol­ina Gruszka fer með stórt hlut­verk í nýj­ustu mynd hans, Gull­regni, sem frum­sýnd verður á föstu­dag­inn kem­ur. Eins og við þekkj­um þá starfa marg­ir Pól­verj­ar á kaffi- og veit­inga­hús­um í Reykja­vík.

Karol­ina hafði aldrei komið til Íslands og talaði að von­um ekki stakt orð í ís­lensku. Hlut­verkið var því mik­il áskor­un fyr­ir hana en per­sóna henn­ar tjá­ir sig ein­göngu á ís­lensku í mynd­inni. Og Karol­ina þurfti ekki aðeins að læra og skilja sín­ar lín­ur, held­ur líka lín­ur mót­leik­ar­anna til að geta brugðist eðli­lega við. Henni til halds og trausts á æf­inga­ferl­inu var Jasek Godek, sem tal­ar bæði tungu­mál og hef­ur um ára­bil verið lyk­ilþýðandi á ís­lensk­um skáld­skap yfir á pólsku, auk þess að vera van­ur leik­húsmaður. „Þetta tókst ein­stak­lega vel og Karol­ina vann þrek­virki; gerði hlut­verkið al­gjör­lega að sínu. Hún náði ótrú­legu valdi á text­an­um en hún lærði lín­urn­ar sín­ar meira eins og mús­ík en tungu­mál,“ seg­ir Ragn­ar. 

Ragnar Bragason leikstjóri.
Ragn­ar Braga­son leik­stjóri. mbl.is/​RAX


Spurður hvaðan sag­an sé sprott­in svar­ar Ragn­ar því til að hann sé í grunn­inn að fjalla um fjöl­skyldu og sam­skipt­in inn­an henn­ar. „Án þess að ég ætli mér það þá verða fjöl­skyld­ur yf­ir­leitt miðlæg­ar í mín­um verk­um. Ég skal ekki segja hvað veld­ur, það er fyr­ir aðra að sál­greina,“ seg­ir hann bros­andi. „Ætli megi ekki líka segja að Gull­regn fjalli um for­dóma og of­beldi í ýms­um mynd­um. Einskon­ar hringrás of­beld­is. Sprett­ur of­beldi ekki gjarn­an af for­dóm­um? Ann­ars er ekki alltaf gott að segja hvort kem­ur á und­an, eggið eða hæn­an.“

Með önn­ur helstu hlut­verk í Gull­regni fara Sigrún Edda Björns­dótt­ir, Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir og Hall­grím­ur Ólafs­son en mynd­in bygg­ir á sam­nefndu leik­riti eft­ir Ragn­ar sjálf­an.

Nán­ar er rætt við Ragn­ar í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka