Sendur veikur heim af LSH og lést

Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi.
Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkja manns sem lést eft­ir ótíma­bæra út­skrift af Land­spít­al­an­um í nóv­em­ber seg­ist von­ast til þess að stjórn­end­ur heil­brigðis­kerf­is­ins læri af mál­inu, svo að eig­inmaður henn­ar „hafi ekki dáið til einskis“. Rætt var við kon­una, Bryn­dísi Skafta­dótt­ur, í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Í nýj­asta tölu­blaði Lækna­blaðsins sagði Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­lækn­inga Land­spít­ala, að hann óttaðist „stór­slys“ á spít­al­an­um vegna stöðunn­ar á bráðamót­tök­unni og fjallaði um að hugs­an­legt væri að rekja mætti and­lát sjúk­lings til þess að hann hefði verið út­skrifaður of snemma.

Sjúk­ling­ur­inn sem hann ræddi um þar var Páll Heim­ir Páls­son, sex barna faðir og eig­inmaður Bryn­dís­ar, sem lést 24. nóv­em­ber á heim­ili sínu eft­ir að hafa verið út­skrifaður 21. nóv­em­ber.

Bryn­dís seg­ir í viðtal­inu við RÚV að hún hafi rætt við Má sjálf­an skömmu eft­ir and­lát eig­in­manns síns og fengið þau svör hann hafi verið rang­lega greind­ur og út­skrifaður of snemma, en eig­inmaður henn­ar var með krabba­mein í lung­um og lést heima hjá sér eft­ir að hafa varið tveim­ur dög­um á bráðamót­töku. 

„Hann í raun­inni biðst bara af­sök­un­ar, að hann hafi út­skrifað hann of fljótt,“ seg­ir Bryn­dís um sam­tal sitt við yf­ir­lækn­inn.

Í ljós kom að Páll Heim­ir var með tvo stóra blóðtappa í lung­un­um, sem drógu hann til dauða.

Bryn­dís seg­ir í viðtal­inu við RÚV að „mjög mikið“ hafi verið að gera á bráðamót­tök­unni þegar þau hjón­in voru þar í nóv­em­ber. Bryn­dís vill þó ekki varpa ábyrgðinni á ein­staka starfs­menn spít­al­ans, sem hafi vilja gera allt sem þeir gátu fyr­ir þau, held­ur kerfið í heild sinni.

Viðtal Rík­is­út­varps­ins við Bryn­dísi í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert