Bráðalausn á vanda bráðamóttöku ekki til

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir, heil­brigðisráðherra, seg­ir að bráðalausn á vanda bráðamót­tök­unn­ar fyr­ir­finn­ist ekki en á ann­an tug verk­efna, sem bein­ist að því að betr­um­bæta ís­lenskt heil­brigðis­kerfi, sé í gangi. 

Vandi bráðamót­töku komst aft­ur í há­mæli umræðunn­ar eft­ir að yf­ir­lækn­ir á Land­spít­ala greindi frá því að þar væri stór­slys í aðsigi. Í gær greindi RÚV frá því að maður sem þjáðist af krabba­meini hefði verið send­ur of snemma heim af bráðamót­töku og hefði í kjöl­farið lát­ist.

Svandís seg­ist harma það sem þar átti sér stað. „Ég lýsi því um leið yfir að mér finnst ekkj­an hafa sýnt mik­inn kjark að koma fram með sína sögu en ég tjái mig ekki um þetta ein­staka mál að öðru leyti.“

Seg­ir út­skrift­ar­vand­ann minni

Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­lækn­inga á Land­spít­al­an­um, sagði í viðtali við Lækna­blaðið ný­verið að síðastliðin þrjú ár hefði þeim sem leituðu til bráðamót­töku fjölgað gríðarlega. Rík­is­stjórn­in sem nú er við völd tók við fyr­ir rétt rúm­um tveim­ur árum. Spurð hvort ein­hver tengsl séu á milli stjórn­ar­skipta og vanda bráðamót­tök­unn­ar seg­ir Svandís svo ekki vera.

„Ástæðurn­ar fyr­ir þess­ari fjölg­un eru þrjár. Okk­ur fjölg­ar, við eld­umst, ferðamönn­um fjölg­ar og allt þetta eyk­ur álag á bráðamót­töku sem er nú þegar und­ir miklu álagi. Ef við ber­um sam­an töl­ur 2018 og núna í dag þá sjá­um við að það voru 53 sem lágu á bráðadeild­um með færni- og heil­sum­at í des­em­ber 2018 en 40 í dag svo við get­um sagt að út­skrift­ar­vand­inn hafi minnkað á milli ára.“

Helga Vala Helga­dótt­ir, formaður vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is, sagði í viðtali við mbl.is í dag að heil­brigðis­kerfið væri fjár­svelt. Svandís seg­ir að aukið fjár­magn sé ekki eina lausn­in. 

„Staðan er þannig að Land­spít­al­inn er að reka sig á 65 til 70 millj­örðum króna á ári. Það eru auðvitað gríðarlega stór­ar upp­hæðir og er Land­spít­al­inn lang­stærsta rík­is­stofn­un­in.“

Ísland leggur 8,3% af vergri lands­fram­leiðslu til heil­brigðis­kerf­is­ins á meðan …
Ísland legg­ur 8,3% af vergri lands­fram­leiðslu til heil­brigðis­kerf­is­ins á meðan ná­granna­lönd­in leggja 10-11% til þess. Meðaltal OECD-ríkj­anna er 8,8%. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar og sjúkra­liðar lyk­il­stétt­ir

Svandís sam­sinn­ir því að mönn­un heil­brigðis­kerf­is­ins sé vanda­mál en starfs­hóp­ar vinni nú að því að leysa úr því vanda­máli. Spurð hvort það þurfi þá ekki ein­fald­lega að greiða heil­brigðis­starfs­fólki hærri laun seg­ir Svandís:

„Það snert­ir kjara­samn­inga og ég von­ast til þess að ná þeim sam­an. Það sem stend­ur út af sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem við höf­um fengið eru kjara­samn­ing­ar við vakta­vinnu­fólk og við auðvitað von­um það besta í því. Þarna erum við að tala um þess­ar lyk­il­stétt­ir sem bera heil­brigðisþjón­ust­una al­gjör­lega uppi sem eru hjúkr­un­ar­fræðing­ar og sjúkra­liðar.“

Eins og staðan er í dag legg­ur Ísland minni hluta af vergri lands­fram­leiðslu til heil­brigðismála en ná­granna­lönd Íslands. Svandís seg­ir að hún beiti sér áfram fyr­ir aukn­um fjár­fram­lög­um til heil­brigðis­kerf­is­ins en þau hafi hækkað í tíð sitj­andi rík­is­stjórn­ar. 

„Ég hef líka lagt mikla áherslu á að draga úr greiðsluþátt­töku sjúk­linga, það er að segja að al­menn­ing­ur borgi minna úr eig­in vasa og fát­tækt verði ekki til þess að fólk þurfi að neita sér um heil­brigðisþjón­ustu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert