Hraði of mikill í hringtorgum

Í þéttbýli var umferðarhraði við hringtorgin sem Efla tók til …
Í þéttbýli var umferðarhraði við hringtorgin sem Efla tók til rannsóknar of mikill. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aksturshraði var of mikill við öll þau fjögur hringtorg í þéttbýli sem tekin voru til skoðunar í nýju rannsóknarverkefni Eflu verkfræðistofu um umferðarhraða í hringtorgum.

Verkefnið var styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar en markmiðið með verkefninu var að skoða samspil hönnunar hringtorga og umferðarhraða fyrir hringtorg í þéttbýli og dreifbýli, að því er fram kemur í Morgunbaðinu í dag.

Sem fyrr segir leiddu niðurstöður fyrir hringtorg í þéttbýli í ljós að svonefndur 85% hraði, þ.e. sá hraði sem 85% bílstjóra halda sig innan, mældist yfir 30km/klst. Um tvö hringtorg í Kópavogi var að ræða, svo og eitt í Hafnarfirði og eitt í Reykjavík, en gangandi og hjólandi vegfarendur þvera öll hringtorgin og því er hraði of mikill við inn- og útkeyrslur, segir í skýrslu um rannsókn þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert