Lægra komugjald hjá þeim skráðu

Komugjöld hafa lækkað.
Komugjöld hafa lækkað. mbl.is/​Hari

Almenn komugjöld sjúkratryggðra á heilsugæslustöð á dagvinnutíma lækkuðu úr 1.200 krónum í 700 krónur þann 1. janúar 2020. Lækkunin nær til þeirra sem skráðir eru á viðkomandi heilsugæslustöð.

Fari sjúkratryggður einstaklingur á heilsugæslustöð þar sem hann er ekki skráður er komugjaldið áfram 1.200 krónur. En hvað er að vera skráður á heilsugæslustöð?

„Allir eru skylduskráðir á heilsugæslustöð. Þú getur valið þér heilsugæslustöð, en ef þú gerir það ekki þá ertu settur á tiltekna stöð,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann segir algengast að fólk sé skráð á heilsugæslustöð í hverfinu þar sem það býr. Sumir kjósi þó að skrá sig á aðra heilsugæslustöð, t.d. í hverfi þar sem þeir bjuggu áður og þar sem þeir þekkja starfsfólkið.

„Tilgangurinn er sá að hvetja fólk til að skrá sig á þá heilsugæslustöð sem það notar mest,“ segir Óskar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka