Landspítalinn rannsakar málið

Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi.
Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landspítalinn hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist þegar maður sem þjáðist af krabbameini var sendur of snemma heim af bráðamóttöku. Hann lést í kjölfarið.

Málið hefur verið skráð sem alvarlegt atvik og fer það í svokallaða rótargreiningu, að því er kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Embætti landlæknis hefur krafist skýringa á því hvers vegna Landspítalinn tilkynnti ekki atvikið. Spítalinn ætlar að senda tilkynningu þess efnis fyrir lok dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka