Landspítalinn rannsakar málið

Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi.
Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Land­spít­al­inn hef­ur hafið rann­sókn á því hvað gerðist þegar maður sem þjáðist af krabba­meini var send­ur of snemma heim af bráðamót­töku. Hann lést í kjöl­farið.

Málið hef­ur verið skráð sem al­var­legt at­vik og fer það í svo­kallaða rót­ar­grein­ingu, að því er kom fram í kvöld­frétt­um RÚV.

Embætti land­lækn­is hef­ur kraf­ist skýr­inga á því hvers vegna Land­spít­al­inn til­kynnti ekki at­vikið. Spít­al­inn ætl­ar að senda til­kynn­ingu þess efn­is fyr­ir lok dags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert