Alls komu út um 400 íslenskar hljóðbækur á síðasta ári sem er tæplega tvöföldun frá 2018.
Velta bókaútgáfu jókst um 20% milli ára og segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, að þá aukningu megi að mestu rekja til hljóðbóka.
„Hljóðbækur eru nú um 15% af heildarmarkaði íslenskrar bókaútgáfu ef miðað er við veltu,“ segir Stefán í Morgunblaðinu í dag og bendir á að fyrir tveimur árum hafi hljóðbækur mælst innan við 1% af heildarútgáfu bóka á Íslandi.