Verndargildi íslenska kúastofnsins talið mikið

Kúastofninn hefur sérstöðu.
Kúastofninn hefur sérstöðu. mbl.is/Styrmir Kári

Rannsókn á áhrifum innflutnings erlendra nautgripa bendir til þess að þau séu nánast engin.

Íslenski kúastofninn er mjög hreinn, nánast óblandaður, að sögn Egils Gautasonar sem vinnur að doktorsverkefni við Árósaháskóla um uppruna stofnsins og skyldleika við önnur kyn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu ídag.

Grein hans um þetta efni birtist í vísindatímariti norrænna búvísindamanna. Telur Egill að verndargildi stofnsins sé ótvírætt mjög mikið. Það kom Agli á óvart að innflutningur á dönskum rauðum kúm er varla finnanlegur í erfðamengi íslenska stofnsins þrátt fyrir að heimildir séu um innflutning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka