Hugur forstjóra LSH hjá aðstandendum

Páll segir að Landspítalinn sé ódýr og sennilega of ódýr.
Páll segir að Landspítalinn sé ódýr og sennilega of ódýr. mbl.is/Golli

„Fyr­ir það fyrsta vil ég segja að hug­ur okk­ar er hjá aðstand­end­um. Það er al­veg ljóst að hvernig sem þessu máli, sem er í skoðun, er háttað þá er ljóst að í miklu álagi er hætta á frá­vik­um. Það er auðvitað áhyggju­efni sem og aðstæður allra á bráðamót­töku þegar verst læt­ur,“ seg­ir Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, um dauðsfall sem varð í kjöl­far þess að maður var send­ur of snemma heim af bráðamót­töku.

At­vikið var ekki skráð þá sem al­var­legt at­vik. Páll seg­ir að ýms­ir sér­stak­ir þætt­ir, sem hann út­skýr­ir ekki sér­stak­lega, hafi valdið því að at­vikið hafi ekki verið skráð en það sé til skoðunar hvers vegna ná­kvæm­lega það hafi ekki verið gert.

Vandi á bráðamót­töku komst aft­ur í há­mæli umræðunn­ar eft­ir að yf­ir­lækn­ir á Land­spít­ala greindi frá því að þar væri stór­slys í aðsigi. Á sunnu­dag greindi RÚV frá því að maður sem þjáðist af krabba­meini hefði verið send­ur of snemma heim af bráðamót­töku og hefði í kjöl­farið lát­ist.

„Varðandi útskriftarvandann þá er 1% af sjúklingunum með 22% af …
„Varðandi út­skrift­ar­vand­ann þá er 1% af sjúk­ling­un­um með 22% af legu­dög­um,“ seg­ir Páll. mbl.is/​Hari

Páll seg­ir að at­vika­skrán­ing á spít­al­an­um sé al­mennt að batna. Skrán­ing­um fjölg­ar á milli ára og al­var­leg­um at­vik­um fækk­ar. Spurður hvort rekja megi fleiri dauðsföll til álags á bráðamót­töku seg­ir Páll að fyrr­nefnt mál sé til skoðunar.

„Það er al­veg ljóst að þegar álagið er sem mest spil­ar það inn í áhætt­una á frá­vik­um. Ég held að það sé erfitt að full­yrða um það hvort þetta hafi áhrif ann­ars staðar en al­var­leg­um at­vik­um, eins og þau eru skil­greind sam­kvæmt sér­stöku at­vika­skrán­inga­kerfi, hef­ur ekki fjölgað.“

Vill aðra skamm­tíma­legu­deild

Páll seg­ir að Land­spít­al­inn sé ódýr og senni­lega of ódýr. Spít­al­inn þurfi meira fjár­magn til þess að bregðast við vanda heil­brigðis­kerf­is­ins sem meðal ann­ars birt­ist í þétt­set­inni bráðamót­töku sem mikið álag er á.

Páll seg­ir að vandi bráðamót­töku sé kerf­is­vandi, vandi heil­brigðis­kerf­is­ins í heild, sem skorti starfs­fólk og hjúkr­un­ar­rými. Unnið sé að lausn á vand­an­um en Páll nefn­ir sér­stak­lega tvær mik­il­væg­ar lausn­ir, að auka nýliðun heil­brigðis­starfs­fólks og að koma á fót ann­arri skamm­tíma­legu­deild inn­an Land­spít­al­ans, eins og land­lækn­ir hef­ur mælt með.

„Það er þörf á ann­arri slíkri deild. Hún verður ekki opnuð án fjár­magns en ef við fáum það get­um við farið að skipu­leggja hús­næði og ráða fólk.“

1% sjúk­linga eiga 22% legu­daga

Páll seg­ir að horfa þurfi á bráðalausn­ir, lausn­ir til meðallangs tíma og lang­tíma­lausn­ir til þess að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins, sem m.a. birt­ist á bráðamót­töku spít­al­ans. Í þeim efn­um nefn­ir hann helst upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma og nýliðun hjúkr­un­ar­fræðinga, sjúkra­liða og fleiri fag­stétta. Staðan sem sé nú kom­in upp er að Páls sögn vegna álags­aukn­ing­ar sem Land­spít­al­inn hef­ur ekki getað brugðist við að fullu vegna skorts á fjár­magni. 

Ann­ríki á bráðamót­töku er helst til­komið vegna þess að fólk dvel­ur þar leng­ur en það ætti að gera, m.a. vegna skorts á meðferðarpláss­um á spít­al­an­um þar sem fyr­ir eru aðrir sjúk­ling­ar sem bíða eft­ir plássi ann­ars staðar í heil­brigðis­kerf­inu, eins og til dæm­is á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

„Varðandi út­skrift­ar­vand­ann þá er 1% af sjúk­ling­un­um með 22% af legu­dög­um. 95% sjúk­ling­anna eru hins veg­ar skem­ur en 30 daga á spít­al­an­um, meðallegu­tími þeirra eru 4,7 dag­ar. Hann hef­ur lækkað ár frá ári. Við erum mjög skil­virk í að sinna því fólki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert