Mál Ólínu er sagt vera mjög sérstakt

Silfra á Þingvöllum.
Silfra á Þingvöllum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mál Ólínu Þorvarðardóttur, sem hefur nú samið við ríkið um 20 milljóna króna bótagreiðslu vegna brots ríkisins gegn henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, er einstakt að mati Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns, en kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu síðasta vor að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar Einar Á.E. Sæmundsen var ráðinn í starfið í stað Ólínu.

Lára segir að tvær ástæður hafi verið fyrir því að staða Ólínu hafi verið sérstaklega sterk, sem hafi haft jákvæð áhrif á niðurstöðuna í máli hennar. Annars vegar hafi hæfustu umsækjendurnir aðeins verið tveir og í öðru lagi hafi verið ráðið í stöðuna til fimm ára en ekki samkvæmt venjulegum uppsagnarfresti.

„Það er þetta tvennt sem spilar saman og það er mjög sérstakt í svona máli,“ segir Lára í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Segist hún ekki muna eftir fordæmi þess að ríkið semji um bótagreiðslu vegna ráðningar en tekur dæmi um tvo dóma í héraðsdómi þar sem ríkinu var gert að borga bætur til einstaklings vegna brota á jafnréttislögum við ráðningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka