Öll alvarleg atvik á að tilkynna

Alma Möller landlæknir segir að samkvæmt upplýsingum um bráðadeild Landspítala …
Alma Möller landlæknir segir að samkvæmt upplýsingum um bráðadeild Landspítala sem síðast voru uppfærðar í október hafi bráðamóttökunni tekist að sinna bráðahlutverki sínu vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Embætti land­lækn­is hef­ur kallað eft­ir upp­færðum upp­lýs­ing­um um bráðadeild Land­spít­ala í kjöl­far frétta um að sjúk­ling­ur hafi lát­ist á heim­ili sínu í nóv­em­ber sl. þrem­ur dög­um eft­ir ótíma­bæra út­skrift og ranga grein­ingu á spít­al­an­um. Þetta staðfest­ir Alma D. Möller land­lækn­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið en embættið gerði síðast út­tekt á bráðamót­tök­unni í októ­ber.

Seg­ir hún að fyrr­nefnt at­vik hafi enn ekki verið til­kynnt til embætt­is­ins og kveðst hafa haft sam­band við Land­spít­ala snemma í gær­morg­un til að spyrj­ast fyr­ir um það hvers vegna það hafi ekki verið til­kynnt. Hún staðfest­ir að þegar at­vikið verði til­kynnt muni embættið fara í að skoða málið.

„Öll svona al­var­leg at­vik á að til­kynna til okk­ar og við skoðum þau. Við vor­um bara að heyra þetta í fyrsta skipti,“ seg­ir Alma.

Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­lækn­inga, lýsti í viðtali í Lækna­blaðinu mikl­um áhyggj­um af stöðunni á bráðamót­töku spít­al­ans. Í viðtal­inu sagði Már m.a. að mik­ill þrýst­ing­ur væri á að út­skrifa sjúk­linga sem hefði orðið til þess að sjúk­ling­ur lést á heim­ili sínu. Aðspurð seg­ist Alma ekki hafa fengið vís­bend­ing­ar um slík­an þrýst­ing.

Ekki einu um að kenna

„Það er auðvitað þannig að ef það koma upp al­var­leg at­vik þá er sjald­an eða aldrei ein­hverju einu um að kenna. Það er margt sem spil­ar sam­an sem við köll­um kerf­isþætti og það er allt þetta sem við erum búin að vera að tala um. Þar er nátt­úr­lega ástæðan sem búin er að skap­ast á gríðarlega mörg­um árum, t.d. að upp­bygg­ing á hjúkr­un­ar­heim­il­um hef­ur verið of hæg og við vit­um að það vant­ar hjúkr­un­ar­fræðinga, það er reynd­ar alþjóðleg­ur vandi. Maður hefði viljað sjá hraðari viðbrögð til að bregðast við þessu,“ seg­ir Alma.

Hún seg­ir að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um um bráðadeild Land­spít­ala sem síðast voru upp­færðar í októ­ber hafi bráðamót­tök­unni tek­ist að sinna bráðahlut­verki sínu vel, vand­inn liggi í að sjúk­ling­ar þurfi að bíða á bráðamót­tök­unni of lengi eft­ir legu­deild­arplássi.

„Það er fyrst og fremst vegna þess að það vant­ar hjúkr­un­ar­fræðinga og sjúkra­liða,“ seg­ir Alma.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert