Úrkoman víða sú mesta sem vitað er um

Frá Siglufirði þegar ofsaveðrið gekk þar yfir í desember.
Frá Siglufirði þegar ofsaveðrið gekk þar yfir í desember. Ljósmynd/Mikael Sigurðsson

Tíð var óhag­stæð á norðan­verðu land­inu í des­em­ber en betri sunn­an­lands. Mikið norðanóveður gekk yfir landið dag­ana 10. til 11. des­em­ber sem olli miklu tjóni. Verst var veðrið á Strönd­um, Norður­landi vestra og Norður­landi eystra. Mik­il ís­ing og fann­fergi fylgdu óveðrinu sem olli því að hundrað hross fennti í kaf, skemmd­ir urðu á raf­magns­lín­um með til­heyr­andi raf­magnstrufl­un­um og mik­il rösk­un varð á sam­göng­um. Mánuður­inn var óvenju­úr­komu­sam­ur á norðan­verðu land­inu og mæld­ist úr­kom­an þar víða sú mesta sem vitað er um í des­em­ber. Úrkom­an á Ak­ur­eyri mæld­ist meira en þre­falt meiri en í meðalári og sú mesta sem mælst hef­ur þar í des­em­ber­mánuði frá upp­hafi mæl­inga. Þetta kem­ur fram í yf­ir­liti Veður­stofu Íslands um tíðarfar í des­em­ber.

Mesta frostið mæld­ist 23,1 stig

Meðal­hiti í Reykja­vík í des­em­ber var 0,6 stig og er það 0,8 stig­um yfir meðallagi ár­anna 1961 til 1990, en 0,1 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Ak­ur­eyri var meðal­hit­inn -0,7 stig, 1,2 stig­um yfir meðallagi ár­anna 1961 til 1990, en 0,4 stig­um yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykk­is­hólmi var meðal­hit­inn 0,2 stig og 1,5 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðal­hiti mánaðar­ins var hæst­ur 3,5 stig í Surts­ey. Lægst­ur var hann -5,9 stig í Sand­búðum og Sátu. Í byggð var meðal­hit­inn lægst­ur -3,6 stig í Svar­tár­koti.

Mest frost í mánuðinum mæld­ist -23,1 stig á Setri þ. 14. Mest frost í byggð mæld­ist -21,4 stig á Húsa­felli þ. 14.

Óvenju­hlýtt loft var yfir land­inu dag­ana 2. til 3. des­em­ber. Hæsti hiti mánaðar­ins mæld­ist 19,7 stig í Kvískerj­um þ. 2. og er það einnig hæsti hiti sem mælst hef­ur í des­em­ber­mánuði hér á landi. Fyrra met var 18,4 stig sem mæld­ist á Sauðanes­vita þ. 14. des­em­ber 2001. Metið var jafn­framt slegið í Bakkaf­irði á Borg­ar­f­irði eystra (19,0 stig þ. 2.) og í Vest­dal við Seyðis­fjörð (18,7 stig þ. 3.). Des­em­ber­hita­met féllu eða voru jöfnuð á 53 sjálf­virk­um stöðvum sem at­hugað hafa í tíu ár eða meira — og á þrem­ur mönnuðum stöðvum.

Mánuður­inn var óvenju­úr­komu­sam­ur á norðan­verðu land­inu og mæld­ist úr­kom­an þar víða sú mesta sem vitað er um í des­em­ber. Úrkoma á Ak­ur­eyri mæld­ist 191,1 mm sem rúm­lega þre­falt meira en meðal­úr­koma ár­anna 1961 til 1990. Úrkom­an þar er sú mesta sem mælst hef­ur á Ak­ur­eyri í des­em­ber­mánuði frá upp­hafi mæl­inga. Í Reykja­vík mæld­ist úr­kom­an 71,9 mm sem er 90% af meðal­úr­komu ár­anna 1961 til 1990. Í Stykk­is­hólmi mæld­ist úr­kom­an 56,5 mm og 138,7 mm á Höfn í Hornafirði.

Dag­ar þegar úr­koma mæld­ist 1,0 mm eða meiri á Ak­ur­eyri voru 20, níu fleiri en í meðalári. Í Reykja­vík mæld­ist úr­kom­an 1,0 mm eða meiri 12 daga, tveim­ur færri en í meðalári.

21 al­hvít­ur dag­ur í Reykja­vík

Snjóþungt var á norðan­verðu land­inu í des­em­ber. Mikið fann­fergi fylgdi óveðrinu sem gekk yfir landið þ. 10 til 11. á norðan­verðu land­inu, hundrað hross fennti í kaf og sam­göng­ur lágu niðri.

Al­hvít­ir dag­ar í Reykja­vík voru 21, átta fleiri en að meðaltali 1971 til 2000. Al­hvítt var 23 daga á Ak­ur­eyri, þrem­ur fleiri en í meðalári.

Sól­skins­stund­ir í Reykja­vík mæld­ust 23,1, sem er 10,9 stund­um yfir meðallagi ár­anna 1961 til 1990. Á Ak­ur­eyri var sól­ar­laust eins og oft í des­em­ber­mánuði.

Vind­ur á land­vísu var 0,8 m/​s yfir meðallagi. Norðaust­læg­ar átt­ir voru ríkj­andi í mánuðinum. Mikið norðanóveður gekk yfir landið dag­ana 10. til 11. des­em­ber sem olli miklu tjóni. Verst var veðrið Strönd­um, Norður­landi vestra og Norður­landi eystra. Þar fylgdi óveðrinu mik­il ís­ing og fann­fergi sem olli því að hundrað hross fennti í kaf, skemmd­ir urðu á raf­magns­lín­um með til­heyr­andi raf­magnstrufl­un­um og mik­il rösk­un varð á sam­göng­um. Að auki var óvenju­hvasst í Vest­manna­eyj­um, á Þing­völl­um og víða í upp­sveit­um Árnes­sýslu. Árs­vind­hraðamet voru sleg­in á nokkr­um sjálf­virk­um stöðvum sem hafa mælt leng­ur en í tíu ár, t.d. á Þing­völl­um, Hjarðarlandi, Gauks­mýri, Gríms­ey, Raufar­höfn og Svar­tár­koti. Að auki var fjöldi des­em­bervind­hraðameta sleg­inn.

Sjá nán­ar á vef Veður­stofu Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert