Rósa nýr upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins

mbl.is/Kristinn Magnússon

Rósa Guðrún Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, tók við starfi upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins fyrir jól. Slík staða hefur ekki verið í ráðuneytinu um nokkurra ára skeið. 

Rósa Guðrún Erlingsdóttir.
Rósa Guðrún Erlingsdóttir. Ljósmynd/Díana Júlíusdóttir

Rósa hefur starfað í Stjórnarráðinu sem sérfræðingur á sviði jafnréttismála frá árinu 2013. Hún hefur jafnframt reynslu af störfum á sviði upplýsingamála, blaðamennsku og rannsókna og kennslu í stjórnmálafræði á háskólastigi.

Í dag greindi mbl.is frá því að Lára Björg Björns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hefði skilið við ráðuneytið eft­ir tvö ár í starfi. Lára starfaði innan forsætisráðuneytisins en ákvörðun um það hver tekur við af henni hefur ekki verið tekin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert