Teflt af góðu tilefni

Friðrik Ólafsson og Magnús V. Pétursson hér saman á góðri …
Friðrik Ólafsson og Magnús V. Pétursson hér saman á góðri stundu.

Vænst er að átta stórmeistarar í skák taki þátt í árlegu skákmóti sem haldið verður í dag á afmælisdegi Magnúsar V. Péturssonar, fyrrverandi forstjóra og milliríkjadómara í handbolta og knattspyrnu.

Magnús, sem varð 87 ára á gamlársdag, er meðal virkustu eldri skákmanna landsins og hefur lengi haldið upp á afmæli sitt með því að hóa mönnum saman í skák. Mótið í dag verður það áttunda í röðinni og verður nú haldið í Ásgarði, salarkynnum Félags eldri borgara í Stangarhyl 4 í Reykjavík.

Afmælismótið hefst kl. 13 og í boði eru vegleg verðlaun og viðurkenningar. Tefldar verða 9 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma.

Magnús V. Pétursson hefur unnið sér margt til frægðar á skáksviðinu, meðal annars að gera jafntefli við Mikhail Tal, fyrrverandi heimsmeistara í skák, árið 1957 í Moskvu,

Fyrir þremur árum var Magnús sæmdur heiðursmerki Skáksambands Íslands fyrir framlag sitt. Það merki fór í safn 11 gullmerkja sem hann hafði áður fengið frá íþróttahreyfingunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert