Fjöldahjálparstöð Rauða krossins verður opnuð á Selfossi fyrir vélsleðahópinn sem lenti í hrakningum á Langjökli fyrr í kvöld.
Að sögn Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins, er um erlenda ferðamenn að ræða.
„Við tökum á móti hópnum á Selfossi og veitum þeim sálrænan stuðning,“ segir hún.
Blindbylur gekk yfir hópinn sem þurfti að grafa sig niður í fönn og bíða eftir aðstoð.