Vígja nýjan hótelturn á næsta ári

Á horni Skúlagötu og Vitastígs.
Á horni Skúlagötu og Vitastígs. Teikning/Kettle Collective

Áformað er að taka 17 hæða hótelturn á Skúlagötu í Reykjavík í notkun á næsta ári. Hótelið verður rekið undir merkjum Radisson RED og verður með 203 herbergjum, veitingastað og þakbar.

Skoski arkitektinn Tony Kettle teiknaði hótelturninn. Hann hefur hannað margar byggingar, m.a. Lakhta-skýjakljúfinn í St. Pétursborg, hæstu byggingu Evrópu.

Kettle segist í samtali í Morgunblaðinu í dag hafa sótt innblástur í Hörpu og Hallgrímskirkjuturn. Markmiðið sé að skapa eitt af þremur helstu kennileitum borgarinnar. Á efstu hæð hótelturnsins verði útsýnispallur með útsýni út á sundin og yfir miðborgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert