Björgunarfólk komið að hópnum

Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Myndin er úr safni.
Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð í kvöld vegna hóps af fólki sem er í hrakningum við Langjökul. Aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar, lítið skyggni og mjög slæmt veður er á svæðinu og á eftir að versna á næstu klukkustundum. 39 manns munu vera í hópnum, að því er almannavarnadeild ríkislögreglustjóra greinir frá. 

Fram kemur að aðgerðastjórn hafi verið virkjuð á Selfossi til að samhæfa aðgerðir innan umdæmis.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent á þriðja hundrað manns til aðstoðar og Rauði krossinn er einnig með nokkurn viðbúnað.

Fyrsta björgunarfólk er komið að hópnum og byrjað að kanna ástand. Í framhaldinu verður hafist handa við að koma fólkinu til byggða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert