Stærstur hluti þeirra ferðamanna sem lenti í hrakningum við Langjökul í gærkvöldi er á leið til Reykjavíkur með fólksflutningabílum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Aðgerðum var formlega lokið kl. 10 í morgun og hefur miðstöð aðgerðastjórnunar á Selfossi verið lokað. Björgunarsveitarhópar eru nú á leið í sínar höfuðstöðvar og ættu þeir síðustu að vera komnir í hús um hádegi. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.
27 af þeim 39 sem lentu í hrakningum við Langjökul eru nú á leið til Reykjavíkur með tveimur bílum Landsbjargar, en þeir hafa hafst við í Gullfosskaffi frá því snemma í morgun.