Hætta á mistökum í miklu álagi

BráðamóttakaHætta eykst á frávikum þegar álagið er sem mest.
BráðamóttakaHætta eykst á frávikum þegar álagið er sem mest. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er al­veg ljóst að þegar álagið er sem mest spil­ar það inn í hætt­una á frá­vik­um. Ég held að það sé erfitt að full­yrða um það hvort þetta hafi áhrif ann­ars staðar, en al­var­leg­um at­vik­um, eins og þau eru skil­greind sam­kvæmt sér­stöku at­vika­skrán­ing­ar­kerfi, hef­ur ekki fjölgað.“

Þetta seg­ir Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, þegar hann er spurður í Morg­un­blaðinu í dag hvort rekja megi dauðsföll til álags á bráðamót­töku. Hann tek­ur fram að dauðsfall sem varð í kjöl­far þess að maður var send­ur of snemma heim af bráðamót­töku sé til skoðunar á spít­al­an­um.

„Fyr­ir það fyrsta vil ég segja að hug­ur okk­ar er hjá aðstand­end­um. Það er al­veg ljóst að hvernig sem þessu máli, sem er í skoðun, er háttað þá er hætta á frá­vik­um í miklu álagi. Það er auðvitað áhyggju­efni sem og aðstæður all­ar á bráðamót­töku þegar verst læt­ur,“ seg­ir Páll.

At­vikið var ekki skráð sem al­var­legt at­vik. Páll seg­ir að ýms­ir sér­stak­ir þætt­ir, sem hann út­skýr­ir ekki sér­stak­lega, hafi valdið því að at­vikið hafi ekki verið skráð en það sé til skoðunar hvers vegna ná­kvæm­lega það hafi ekki verið gert.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert