Aðlögun fækkar störfum

mbl.is/​Hari

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir vísbendingar um breytt náttúrulegt atvinnuleysisstig á Íslandi. Þó sé of snemmt að fullyrða neitt um það.

Ef atvinnuleysið fer undir náttúrulegt atvinnuleysi eykst spenna á vinnumarkaði. Við náttúrulegt atvinnuleysi helst verðbólga stöðug. Atvinnuleysi hefur verið lítið á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. „Það má færa rök fyrir því að mögulega – en ég ætla ekki að slá því föstu – sé náttúrulegt atvinnuleysi á Íslandi breytt til frambúðar, en það er of snemmt að fullyrða það.“

Kemur í stað gengislækkunar

„Það birtist í að aðlögun að lakari efnahagsaðstæðum fari fram í gegnum raunstærðir í stað verðbólgu og gengislækkunar, sem í þessu tilviki felur í sér aukið atvinnuleysi,“ segir Halldór Benjamín um breytta stöðu í Morgunblaðinu í dag. Varnaðarorð SA hafi því ræst.

„Bæði Samtök atvinnulífsins og Seðlabankinn vöruðu við því í aðdraganda kjarasamninga með mjög skilmerkilegum hætti að aðlögun hagkerfisins myndi fara fram í gegnum raunstærðir, fyrst og fremst í gegnum atvinnuleysi, og það er að ganga eftir,“ segir Halldór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert