Ágangur sjávar hefur áhrif á starfsemi Sorpu

Sjór gekk á land við Ánanaust í morgun.
Sjór gekk á land við Ánanaust í morgun. Ljósmynd/Sorpa

Sorpa beinir nú viðskiptavinum sínum á aðrar endurvinnslustöðvar en þá í Ánanaustum, en þar er móttaka sorps takmörkuð í dag vegna ágangs sjávar. Í tilkynningu á vef Sorpu segir að viðskiptavinir séu beðnir um að koma síðar eða nýta aðrar stöðvar.

Stöðin í Ánanaustum er á landfyllingu og er opin fyrir hafi til norðvesturs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert