Átta umsækjendur um dómarastöðu við Landsrétt

Tveir dómarar verða settir við Landsrétt.
Tveir dómarar verða settir við Landsrétt. mbl.is/Hallur Már

Átta einstaklingar sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt sem auglýst voru í desember, en umsóknarfrestur rann út 6. janúar. Um er að ræða sex héraðsdómara, skrifstofustjóra Landsréttar og einn prófessor.

Umsækjendur um embættið eru: 

  1. Ása Ólafsdóttir prófessor
  2. Ástráður Haraldsson héraðsdómari
  3. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar
  4. Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari
  5. Hildur Briem héraðsdómari
  6. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari
  7. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari
  8. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari

Meðal umsækjenda er Ástráður Haraldsson héraðsdómari, en þetta er í þriðja sinn sem hann sækir um stöðuna. Voru honum dæmdar miskabætur upp á 700 þúsund krónur árið 2017 eftir að Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, vék frá niðurstöðum hæfnisnefndar við skipun fjögurra af 15 umsækjendum sem skipaðir voru þegar dómstóllinn tók til starfa. Var hann á meðal þeirra 15 sem nefndin hafði metið hæfasta.

Í fyrra sótti Ástráður einnig um embættið, en þá var Eiríkur Jónsson skipaður dómari. Hafði Eiríkur verið metinn hæfastur, en þar á eftir þeir Ásmund­ur Helga­son, Jón Hösk­ulds­son og Ástráður.

Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins kemur fram að sett verði í embættin hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda hefur lokið störfum.

Ástráður Haraldsson er meðal umsækjenda, en þetta er í þriðja …
Ástráður Haraldsson er meðal umsækjenda, en þetta er í þriðja skiptið sem hann sækir um embættið. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert