„Þungbær“ bið sjúklings í átján mánuði

Óánægja er með seinagang hjá landlækni. Myndin er úr safni.
Óánægja er með seinagang hjá landlækni. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona sem telur sig hafa orðið fyrir mistökum við læknisþjónustu sendi kvörtun til Embættis landlæknis vegna málsins í júnímánuði árið 2018. Hún bíður enn eftir niðurstöðu embættisins átján mánuðum síðar.

„Svona mál eru viðkvæm og það skiptir fólk máli hvort það þarf að bíða í nokkra mánuði eða eitt til tvö ár eftir niðurstöðu. Þessi bið getur verið þungbær fyrir fólk,“ segir Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður konunnar, í umfjöllun ummál hennar í Morgunblaðinu í dag.

„Meðferðartími mála hjá embættinu getur verið afar langur og er það miður. Bið í 18 mánuði eftir niðurstöðu er ekki óalgengur biðtími,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert